Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breyttur afgreiðslutími útibúa Íslandsbanka

Breytingarnar taka gildi um áramót


Frá og með áramótum verður afgreiðslutími útibúa Íslandsbanka með breyttu sniði. Verða útibú bankans opin frá kl. 10:00 til 16:00, nema á Egilsstöðum og Ísafirði þar sem opið verður kl. 11:00-15:00 og á Reyðarfirði þar sem opið verður 12:00-15:00. Með breytingunum mun starfsfólki útibúa gefast aukið svigrúm fyrir skjóta afgreiðslu erinda í morgunsárið. 

Umfangsmikli þróun rafrænna þjónustulausna á undanförnum misserum samhliða mikilli fækkun heimsókna í útibú hefur orðið til þess að sífellt fleiri kjósa að sinna sínum helstu daglegu bankaviðskiptum í appi eða í netbanka.                  

Ráðgjafaver Íslandsbanka verður eftir sem áður opið í síma kl. 09:00-16:00 og í netspjalli kl. 09:00-17:00. Þá er spjallmennið Fróði til þjónustu reiðubúinn allan sólarhringinn. 

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma Íslandsbanka má nálgast hér