Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breytt sýn á debetkortafærslur

Breytingin gefur okkur tækifæri til að koma greiðslum með debetkorti í nútímalegra horf.


Reiknistofa bankanna er að uppfæra grunnkerfi sín og hættir samhliða að sinna hefðbundinni debetkortavinnslu fyrir Íslandsbanka. Í dag, þriðjudaginn 7. febrúar, verða því öll fyrirtækjadebetkort færð yfir í nýtt kerfi sem mun halda utan um allar upplýsingar tengdar debetkortum.

Breytingin gefur okkur tækifæri til að koma greiðslum með debetkorti í nútímalegra horf. Í stað þess að debetkortagreiðsla sé tekin strax af reikningi viðskiptavinar mun færslan vera sýnileg sem færsla á bið. Færslur á bið hafa áhrif á ráðstöfun reiknings en fara í raun ekki af reikningi viðskiptavinar fyrr en posinn er gerður upp af söluaðila. Þessi breyting felur einnig í sér að sama fyrirkomulag er til staðar fyrir bæði debetkort og kreditkort bankans.

Ef viðskiptavinir fyrirtækjakorta upplifa erfiðleika við notkun debetkorta í dag er velkomið að hafa samband við bankann í gegnum síma, netspjall eða með heimsókn í útibú.