Íslandsbanki breytir vöxtum

Breytingar verða á vöxtum inn- og útlána Íslandsbanka 17. september næstkomandi 


Breytingar verða á vöxtum inn- og útlána Íslandsbanka 17. september næstkomandi

  • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til fimm ára lækka um 0,35 prósentustig
  • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til þriggja ára lækka um 0,20 prósentustig
  • Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,40 prósentustig
  • Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,50 prósentustig
  • Verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig
  • Vextir á verðtryggðum innlánsreikningum hækka um allt að 0,20 prósentustig
  • Vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum lækka um allt að 0,25 prósentustig
  • Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um allt að 0,40 prósentustig
  • Vextir á yfirdráttarlánum lækka um allt að 0,20 prósentustig

Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.

Breytingar á vaxtakjörum innlánsreikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi að tveimur mánuðum liðnum.