Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breyt­ing­ar á vöxt­um Íslandsbanka

Íslandsbanki breytir vöxtum í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans.


Íslandsbanki mun þann 22. október breyta vöxtum í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 6. október.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 

Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:

  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,15 prósentustig
  • Óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,20 prósentustig
  • Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25 prósentustig
  • Breytilegir óverðtryggðir vextir Ergo hækka um 0,25 prósentustig
  • Breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hækka um allt að 0,25 prósentustig eða haldast óbreyttir

Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.