Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans hverju sinni sem fylgir að hluta stýrivöxtum Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:
- Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,75 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,5 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,10 prósentustig.
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka almennt um 0,75 prósentustig. Þann 2. september síðastliðin hækkuðu vextir Ávöxtunar, stafræns reiknings Íslandsbanka, um 1,65 prósentustig.
- Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig.
- Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,75 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig.
Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.