Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breytingar á vöxtum Íslandsbanka

Breytingarnar taka gildi 1. júní


Íslandsbanki mun þann 1. júní breyta vöxtum í framhaldi af vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í síðustu viku. Útlánavextir munu hækka um 0,20% - 0,25% og innlánavextir um allt að 0,25%. 

Samhliða mikilli lækkun vaxta Seðlabankans á síðasta ári lækkuðu vextir innlána bankans almennt töluvert minna. Því gengur bankinn skemur í hækkun vaxta tiltekinna reikninga að þessu sinni. 

Fyrirtæki glíma mörg hver enn við afleiðingar COVID-faraldursins, sér í lagi í ferðaþjónustu. Rétt þykir því að stíga varlega til jarðar hvað hækkun almennra kjörvaxta fyrirtækja varðar. Bankinn gengur því ekki lengra í hækkun vaxta fyrirtækja að þessu sinni. 

Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:

  • Vextir helstu sparnaðarreikninga hækka um 0,10-0,25%
  • Óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,20%
  • Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,25%
  • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og  vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,25%
  • Breytilegir vextir óverðtryggðra  húsnæðislána hækka um 0,25%
  • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,20%
  • Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,55%

Eins og áður segir taka breytingarnar gildi 1. júní eða skv. tilkynningu í vaxtatöflu sem verður birt þann dag.