Breytingar hafa verið gerðar á samningi um viðskiptavakt við Arion banka hf. um viðskiptavakt með hluti í Íslandsbanka hf. í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. Breytingarnar eru aðallega gerðar vegna innleiðingar á MiFID II sem tók gildi 1. september 2021.
Breytingar á skilmálum Arion banka hf. eru eftirfarandi:
Hvert kaup- og sölutilboð skal vera að lágmarki í 225.000 hluti að nafnvirði á gengi sem Arion banki ákveður en þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið s.s. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Eigi Arion banki viðskipti með bréf félagsins fyrir 1.250.000 að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. ,,automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Arion banka (markaðsvakt bankans), falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5,0% er Arion banka heimilt að auka hámarksverðbil í 3,0%.