Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breytingar á innskráningu í netbanka

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á möguleikum viðskiptavina til innskráningar í netbanka Íslandsbanka.


 Ný innskráningarsíða er nú aðgengileg og er hún uppsett í samræmi við aðrar sambærilegar auðkenningarsíður hjá bankanum. Því er auðkenning viðskiptavina inn í allar dreifileiðir nú með sambærilegum hætti. Nú má auk þess skrá sig inn með nýju appi frá Auðkenni og innskráning með auðkennislykli er ekki lengur í boði.

Íslandsbanki er fyrsti íslenski aðilinn sem tekur Auðkennisappið í notkun. Þessi auðkenningarleið er einföld og örugg aðferð til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Appið er gjaldfrjálst og má nota hvar sem er í heiminum óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

Eftir þessar aðgerðir standa viðskiptavinum þrjár auðkenningarleiðir til boða í netbanka:

  • Rafræn skilríki (í farsíma og á korti),
  • SMS varaleið
  • Nýja Auðkennisappið.

Ferli innskráningar í netbanka breytist ekkert utan þess að það er fært í nýjan búning. Innskráning er í boði á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku til samræmis við sömu möguleika í netbanka.

Nánar um auðkenningarleiðir á vef Íslandsbanka

Meira um Auðkennisappið á vef Auðkenni