Íslandsbanki mun birta afkomu fyrri helming ársins 2019 seinni part miðvikudags 31. júlí
Símafundur með fjárfestum á ensku kl. 9.00 fimmtudaginn 1. ágúst
Símafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn fimmtudaginn 1. ágúst kl. 9.00. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Fundurinn verður á ensku.
Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.
Afkomufundur á íslensku kl. 10.30 fimmtudaginn 1. ágúst
Markaðsaðilum er boðið á fjárfestafund á íslensku fimmtudaginn 1. ágúst kl. 10.30 sem verður haldinn á 9. hæð höfuðstöðva bankans að Hagasmára 3, 201 Kópavogi.
Skráning á fundinn er skilyrði. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is.