Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Aukin þjónusta við eldri borgara

Íslandsbanki kynnir í dag aukna þjónustu við eldri borgara sem ekki hafa tök á að nýta sér stafrænar lausnir.


Þeim viðskiptavinum sem ekki hafa tök á að nýta sér stafrænar lausnir er boðið að hringja í sérstakt símanúmer 440-3737 fyrir alla helstu bankaþjónustu. Með þessu móti er hægt að bjóða öllum viðskiptavinum áfram góða þjónustu þó útibú bankans séu lokuð.

Ljóst er að álag eykst mikið á dreifileiðir bankans um mánaðamót en bent er á netspjall bankans sem opið er frá kl.9-18 og í Íslandsbankaappinu er hægt að framkvæma allar helstu aðgerðir.

Nánari upplýsingar og góð ráð má finna á www.islandsbanki.is/covid. 

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs:

„Um mánaðamót þurfa flestir að sinna sínum bankaviðskipum en allar helstu aðgerðir er hægt að framkvæma í Íslandsbankaappinu eða netbanka. Við gerum okkur þó grein fyrir því að það eru ekki allir sem hafa tök á því og nú kynnum við enn betri þjónustu fyrir eldri borgara sem þurfa aðstoð. Útibúum bankans hefur verið lokað í ljósi aðstæðna nema ef erindin eru mjög brýn en við vonumst til að með þessari þjónustu getum við aðstoðað okkar viðskipta vini eins vel og hægt er.“