Samkvæmt nýlegum tölum Vinnumálastofnunar mældist skráð atvinnuleysi 3,4% í desember sem er svipað og í nóvembermánuði þegar það mældist 3,3%. Vinnumálastofnun leiðrétti tölur frá júní til október 2022 þar sem atvinnuleysi reyndist hærra í þeim mánuðum en stofnunin hafði áður gefið út.
Atvinnuleysi jókst allstaðar á landinu í desember nema á Norðurlandi vestra þar sem það minnkaði um 0,2%. Eins og fyrri daginn mælist atvinnuleysi mest á Suðurnesjum eða 6% og næst mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 3,5%. Minnst er atvinnuleysi á Norðurlandi vestra í 1,1%.