Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,94% í mars skv. nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 6,7% en var 6,2% í febrúar síðastliðnum. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í maí 2010. VNV án húsnæðis hækkaði hins vegar um 0,82% og miðað við þá vísitölu mælist 4,6% verðbólga undanfarna 12 mánuði.
Mæling marsmánaðar er undir okkar spá. Við spáðum 1,1% hækkun VNV á milli mánaða en birtar spár voru á bilinu 0,9%-1,2% hækkun milli mánaða. Það helsta sem skilur á milli okkar spár og mælingar Hagstofu er reiknaða húsaleigan sem hækkaði meira en við væntum. Á móti stóð verð á flugfargjöldum í stað en við spáðum hækkun í þeim lið.