Íslandsbanki hefur gefið út Ársskýrslu og Áhættuskýrslu 2016. Í skýrslunum má finna áhugaverðar upplýsingar um starfsemi bankans og stefnu.
Áhættu- og Ársskýrsla Íslandsbanka 2016
Ársskýrsla 2016
Ársskýrsla Íslandsbanka er yfirgripsmikil samantekt um starfsemi bankans. Þar má sjá hvernig skýr stefna, framþróun og góður rekstur hefur skapað Íslandsbanka árangursríka aðgreiningu á bankamarkaði.
Góður árangur náðist í rekstri bankans á síðasta ári en bankinn var meðal annars valinn besti bankinn á Íslandi af bæði The Banker og Euromoney. Fjórða árið í röð eru viðskiptavinir bankans einnig þeir ánægðustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni .
Á síðasta ári kynnti bankinn framsæknar lausnir fyrir viðskiptavini sem einfalda þeim bankaviðskiptin. Má þar nefna greiðslumiðlunarappið Kass, sem á dögunum var valið besta appið á Íslandi, og netgreiðslumatið sem flýtir umsóknarferlinu um húsnæðislán.
Skýrslan fjallar einnig um stefnuáherslur bankans, sem eru margföldun, einföldun og heildun, hvernig þær styðja við framtíðarsýnina um að vera #1 í þjónustu og hafa áhrif á alla starfsemi bankans.
- Margföldun – leggur áherslu á að efla viðskiptatengsl við núverandi viðskiptavini og auka verðmætasköpun
- Einföldun - leggur áherslu á skilvirkni og hagkvæmni
- Heildun - leggur áherslu á að vera fyrirmynd í umhverfinu með stefnu bankans í samfélagslegri ábyrgð
Áhættuskýrsla 2016
Samhliða ársskýrslu er gefin út sérstök Áhættuskýrsla sem veitir markaðsaðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans, eiginfjárstöðu hans, sem og lausafjárstöðu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Íslandsbanki uppfyllti allar innri og ytri kröfur um áhættumörk á árinu 2016 og helst lausafjár- og eiginfjárstaða bankans sterk.Öflugur hópur starfsmanna bankans kom að gerð þessara tveggja stóru ársrita en er það von bankans að þær veiti góða innsýn í rekstur bankans fyrir viðskiptavini og aðra hagaðila. Hægt er að nálgast bæði Ársskýrslu og Áhættuskýrslu sem viðhengi, en einnig má finna allar fjárhagsupplýsingar á vef fjárfestatengsla Íslandsbanka, www.islandsbanki.is/ir.