Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Afkoma Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi ársins 2021

Hagnaður þriðja ársfjórðungs nam 7,6 ma. kr.


Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs 2021 (3F21) – besta afkoma í meira en fimm ár

  • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,6 ma. kr. á þriðja ársfjórðungi (3F20: 3,4 ma. kr.). Arðsemi eigin fjár var 15,7% á ársgrundvelli (3F20: 7,4%) sem er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 8,8 ma. kr. á 3F21 samanborið við 8,3 ma. kr. á 3F20. Hækkunin á milli ára er tilkomin vegna stækkunar á lánasafni bankans.
  • Hreinar þóknanatekjur jukust um 20% á milli ára og námu samtals 3,4 ma. kr. á 3F21. Eignastýring, fjárfestingarbanki og verðbréfaviðskipti leiddu hækkunina.
  • Bankinn leggur aðaláherslu á kjarnastarfsemi þar sem vaxtatekjur og þóknanatekjur voru samanlagt 92% af rekstrartekjum á 3F21. Þessir tveir tekjuliðir jukust um 9% á milli ára.
  • Hreinar fjármunatekjur námu 941 m.kr. á 3F21 samanborið við 255 m.kr. tap á 3F20, breytingin stafar aðallega af jákvæðri virðisbreytingu á fjárfestingu í óskráðum félögum og vegna tekna af skráðum hluta- og skuldabréfum.
  • Stjórnunarkostnaður er sambærilegur milli ára að upphæð 5,1 ma. kr. á 3F21.
  • Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði á milli ára í 39,4% á 3F21, sem er undir markmiði bankans, úr 46,7% á 3F20 og var það aðallega vegna sterkrar rekstrarafkomu og hagkvæmari reksturs.
  • Virðisrýrnun var jákvæð á 3F21 um 1,8 ma. kr. og skýrist helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu og lækkaðri virðisrýrnun á lánum til einstaklinga vegna uppfærðs áhættumatslíkans, en á 3F20 var virðisrýrnun neikvæð um 1,1 ma. kr. vegna áhrifa COVID-19. Hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina var -0,64% á ársgrundvelli á 3F21 samanborið við 0,44% á 3F20.
  • Útlán til viðskiptavina drógust saman um 0,8% á fjórðungnum og voru 1.081 ma. kr. í lok september þar sem aukning í fasteignalánum hefur dregist saman í kjölfar vaxtahækkana Seðlabanka Íslands. Útlán til viðskiptavina hafa aukist um 7,4% frá árslokum, aðallega vegna umsvifa í húsnæðislánum auk þess sem vöxtur var í lánum til fyrirtækja.
  • Í lok uppgjörstímabilsins hafði hlutfall lána með laskað lánshæfi (vergt bókfært virði) lækkað í 2,0% úr 2.1% í lok júní og 2,9% í árslok, aðallega vegna uppgreiðslu lána á stigi 3.
  • Innlán frá viðskiptavinum drógust saman um 11 ma. kr. á þriðja ársfjórðungi sem skýrist af uppgjöri vegna sölu bankans. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 75 ma. kr. frá árslokum.
  • Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og öll lausafjárhlutföll vel yfir innri viðmiðum og kröfum eftirlitsaðila.
  • Íslandsbanki gaf í september út fyrsta skuldabréf bankans sem telur til víkjandi eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1) að fjárhæð 750 milljónir sænskra króna með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár. Útgáfan ber 475 punkta álag ofan á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum. Töluverð umframeftirspurn var eftir útgáfunni sem seld var til fjárfesta í Skandinavíu og á meginlandi Evrópu.
  • Eigið fé bankans nam 197 ma. kr. í lok september og heildareiginfjárhlutfall bankans var 24,7%, að hagnaði fjórðungsins meðtöldum, samanborið við 23,0% í árslok 2020. Eiginfjárhlutfall þáttar 1 var 20.6 samanborið við 23.0% í árslok 2020. Það er vel yfir markmiði bankans sem er 18,3-19,8%. Vogunarhlutfallið var 13,2% í lok september samanborið við 13,6% í árslok 2020 sem telst hátt í alþjóðlegum samanburði.

Helstu atriði í afkomu á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 (9M21) – viðsnúningur frá fyrra ári vegna jákvæðrar virðisrýrnunar

  • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 9,0 ma. kr. á fyrri helmingi ársins (1H20: -131 m.kr.). Arðsemi eigin fjár var 9,7% á ársgrundvelli samanborið við -0,1% á 1H20.
  • Hreinar vaxtatekjur námu samtals 16,6 ma. kr. á 1H21 sem er lækkun um 1,2% á milli ára og skýrist af lægra vaxtaumhverfi á milli tímabila.
  • Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 20,2% á milli ára vegna nokkurra liða, þ. á m. þóknana vegna eignastýringar, fjárfestingarbanka og verðbréfaviðskipta sem og þóknana vegna útlána, og námu samtals 5,8 ma. kr. á fyrri helmingi ársins.
  • Hreinar fjármunatekjur námu 912 m.kr. á 1H21 samanborið við tap á 1H20 að fjárhæð 1,9 ma. kr.
  • Stjórnunarkostnaður hækkaði á milli ára en hækkunina má aðallega rekja til einskiptiskostnaðar í tengslum við skráningu bankans.
  • Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, frá 60,1% á 1H20 í 50,6% á 1H21.
  • Hrein virðisrýrnun á 1H21 var jákvæð um 622 m.kr. samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 5,9 ma.kr. á 1H20. Jákvæð virðisrýrnun er vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en fyrir ári síðan var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19.
  • Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 16,6 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins (9M20: 3,2 ma. kr.). Arðsemi eigin fjár var 11,7% á ársgrundvelli samanborið við 2,4% á 9M20.
  • Hreinar vaxtatekjur námu samtals 25,4 ma. kr. á 9M21 sem er hækkun um 1,1% á milli ára og skýrist af lægra vaxtaumhverfi á milli tímabila.
  • Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 20,1% á milli ára og námu samtals 9,2 ma. kr. á 9M21. Vöxturinn dreifist nokkuð jafnt eftir liðum sem sýnir að tekjurnar aukast á sterkum grunni.
  • Hreinar fjármunatekjur námu 1,9 ma. kr. á 9M21 samanborið við tap á 9M20 að fjárhæð 2,2 ma. kr.
  • Stjórnunarkostnaður hækkaði á milli ára en hækkunina má aðallega rekja til einskiptiskostnaðar í tengslum við skráningu bankans eða um 663 m.kr. á 1H21, aukins launakostnaðar vegna kjarasamningshækkana og kostnaðar vegna uppsagna.
  • Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, úr 55,3% á 9M20 í 46,6% á 9M21.
  • Hrein virðisrýrnun á 9M21 var jákvæð um 2,4 ma. kr. samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 7,0 ma.kr. á 9M20. Jákvæð virðisrýrnun er aðallega vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en fyrir ári síðan var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19. Hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina var -0,30% á ársgrundvelli á 9M21 samanborið við 0,98% á 9M20.

Afkoma Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var sú besta í rúmlega fimm ár og nam hagnaður fjórðungsins 7,6 milljörðum króna sem samsvarar 15,7% arðsemi á ársgrundvelli sem er umfram markmið bankans og spár greiningaraðila. Bætt afkoma frá fyrra ári skýrist helst af jákvæðri virðisrýrnun sem nam 1,8 milljarði króna á fjórðungnum en undirliggjandi rekstur var einnig gríðarsterkur. Viðsnúningur virðisrýrnunar er tilkominn vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu og er hrein virðisbreyting útlána til viðskiptavina áfram á réttri leið. Vaxtatekjur jukust um 6% milli ára í kjölfar aukningar útlána til viðskiptavina á tímabilinu, mest vegna fasteignalána. Hreinar þóknanatekjur jukust um 20% vegna sterks undirliggjandi reksturs þar sem nánast allir starfsþættir stuðla að hækkuninni. Kostnaðarhlutfall var 39,4% sem er undir markmiðum bankans og er tilkomið vegna góðrar tekjumyndunar og hagræðingaraðgerða á undanförnum misserum. Með þessari frammistöðu er Íslandsbanki á góðri leið með að ná 10% arðsemi á ársgrundvelli til lengri tíma litið. Þar að auki var útgáfa víkjandi skuldabréfs að upphæð 750m. kr. sænskra króna á fjórðungnum liður í þeirri vegferð að besta samsetningu efnahagsreiknings bankans.

Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf Íslandsbanka í Nasdaq kauphöllinni frá því að frumútboði bankans lauk í júní. Hluthafar Íslandsbanka eru þeir fjölmennustu af þeim fyrirtækjum sem skráð eru í íslensku kauphöllina, mikil viðskipti hafa verið með hlutabréfin og gengi bréfanna haldist sterkt frá skráningu samanborið við önnur félög skráð í íslensku kauphöllina og skráða evrópska banka.

Viðskiptavinir nýttu sér þjónustu bankans í miklum mæli á fjórðungnum var notkun stafrænna lausna meiri en nokkru sinni fyrr. Bankinn tók þátt í útgáfu grænna/blárra skuldabréfa Brims og samfélags skuldabréfs Grunnstoðar, dótturfyrirtækis Háskólans í Reykjavík.

Innleiðing nýs lánakerfis gengur vel og samkvæmt áætlun er stefnt að því að innleiðingu verði lokið fyrir áramót. Þá mun bankinn hafa lokið uppfærslu á öllum grunnkerfum bankans sem gerir okkur enn betur í stakk búin að þjónusta viðskiptavini okkar með stafrænum hætti.

Birna Einarsdóttir
Bankastjóri Íslandsbanka

Afkomufundur Íslandsbanka 3F2021


Íslandsbanki mun halda afkomufund/vefstreymi föstudaginn 29. október kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila í höfuðstöðvum bankans, Hagasmára 3, 9.hæð. Birna Einarsdóttir, bankastjóri og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á þriðja ársfjórðungi. Fundurinn fer fram á ensku.

Skráning á fundinn fer fram á þessari síðu. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á síðu fjárfestatengsla að honum loknum.

Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar í gegnum eftirfarandi símanúmer:

Ísland: +354 800 74 37

Danmörk: +45 354 45 577

Svíþjóð: +46 8 566 42 651

Noregur: +47 235 00 243

Bretland: +44 33 330 00 804

Bandaríkin: +1 631 913 1422


Aðgangskóði: 90140657#

Öll gögn tengd uppgjöri ásamt upplýsingum um fjárhagsdagatal og þögul tímabil má finna hér

Nánari upplýsingar veita:


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestastengsl


Hafa samband
844 4033

Björn Berg Gunnarsson

Deildarstjóri greiningar og fræðslu


Senda tölvupóst
8444869