Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu fyrsta ársfjórðungs 2024
- Hagnaður af rekstri nam 5,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024 (1F23: 6,2 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 9,8% á ársgrundvelli (1F23: 11,4%).
- Hreinar vaxtatekjur námu 12,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi 2024 og drógust saman um 2,4% samanborið við 12,4 milljarða króna á 1F23.
- Vaxtamunur var 3,0% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,2% á sama ársfjórðungi 2023.
- Hreinar þóknanatekjur lækkuðu um 5,0% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023 og námu samtals 3,3 milljörðum króna á fjórðungnum.
- Hrein fjármagnsgjöld námu 236 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024, samanborið við fjármagnstekjur að fjárhæð 538 milljónir króna á 1F23.
- Aðrar rekstrartekjur námu 1.098 milljónum króna en voru 43 milljónir á fyrsta ársfjórðungi 2023.
- Stjórnunarkostnaður nam 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024, samanborið við 7,0 milljarða króna á 1F23, sem er 5,0% hækkun milli ára.
- Kostnaðarhlutfall bankans var 44,9% á fjórðungnum, sem er í samræmi við afkomuspá bankans um kostnaðarhlutfall á bilinu 40-45% og nær fjárhagslegu markmiði bankans um að kostnaðarhlutfall sé lægra en 45%. Kostnaðarhlutfallið var 42,1% á 1F23.
- Virðisrýrnun nam 704 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2024 samanborið við virðisrýrnun um 675 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Áhættukostnaður útlána (e. cost of risk) var 0,23 prósentustig á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 2024 samanborið við 0,22 prósentustig á sama ársfjórðungi 2023.
- Útlán til viðskiptavina jukust um 24,9 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,0% frá fjórða ársfjórðungi og voru 1.248 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2024.
- Innlán frá viðskiptavinum jukust um 28,9 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2024 frá fjórða ársfjórðungi 2023, eða um 3,4%. Innlán frá viðskiptavinum námu 880 milljörðum króna í lok fjórðungsins.
- Eigið fé nam 215,7 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins, samanborið við 224,7 milljarða króna í lok árs 2023.
- Eiginfjárhlutfall var 23,6% í lok fyrsta ársfjórðungs 2024, að meðtöldum hagnaði 1F24, samanborið við 25,3% í árslok 2023. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 19,9%, að meðtöldum hagnaði 1F24, samanborið við 21,4% í árslok 2023, sem er 420 punktum yfir kröfum eftirlitsaðila, og hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að vera með 100-300 punkta eiginfjár svigrúm umfram kröfur eftirlitsaðila.