Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Afkoma fyrstu níu mánuði ársins 2019

Á fyrstu níu mánuðum ársins var góður vöxtur í þóknanatekjum (11%) og vaxtatekjum (6,5%) frá sama tímabili í fyrra auk þess sem lánabók bankans óx um 7,4%. Neikvæðar virðisbreytingar, sem meðal annars má rekja til þess að nokkuð hefur hægt á efnahagslíf-inu, hafa þó vissulega dregið úr afkomunni og er arðsemi eigin fjár tímabilsins undir markmiðum bankans.


Helstu atriði í afkomu Íslandsbanka fyrstu 9 mánuði ársins 2019 (9M19)

  • Hagnaður eftir skatta nam 6,8 ma. kr. (9M18: 9,2 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár var 5,1% á ársgrundvelli. (9M18: 7,1%).
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi var 8,7 ma. kr.  (9M18:  9,9 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 16% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 7,3% á ársgrundvelli (9M18: 9,0%).
  • Hreinar vaxtatekjur voru 25,2 ma. kr. (9M18: 23,6 ma. kr.) sem er 6,5% hækkun milli ára og var vaxtamunur 2,8% (9M18: 2,9%).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 9,7 ma. kr. (9M18:  8,7 ma. kr.) sem er 11% hækkun frá 9M18.
  • Virðisbreyting útlána var neikvæð um 2.078 m.kr. á tímabilinu samanborið við jákvæða virðisbreytingu um  1.881 m.kr. á 9M18.
  • Stjórnunarkostnaður jókst um 3,0% milli ára og nam 20,8 ma. kr. (9M18: 20,2 ma. kr.).
  • Kostnaðarhlutfall samstæðu á tímabilinu var 61,3% samanborið við 65,6% á sama tímabili 2018, en kostnaðarhlutfall móðurfélags var 55,3% sem er við 55% langtímamarkmið bankans.
  • Útlán til viðskiptavina jukust á tímabilinu og voru 909,2 ma. kr. í lok september. Ný útlán á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 voru 162,7 ma. kr. og dreifðust vel á milli viðskiptaeininga bankans.
  • Innlán frá viðskiptavinum voru 610,3 ma. kr.  í lok september sem er 5,4% aukning frá áramótum.
  • Lausafjárstaða bankans er sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið.  Eiginfjárhlutföll eru sterk og í takt við langtímamarkmið bankans.

Helstu atriði í afkomu Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi ársins 2019 (3F19)

  • Hagnaður eftir skatta var 2,1 ma. kr. (3F18: 2,1 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár 4,7% á ársgrundvelli (3F18: 4,9%).
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 3,0 ma. kr. (3F18: 2,9 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 16% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) 7,9% (3F18: 8,1%).
  • Hreinar vaxtatekjur voru 8,4 ma. kr. (3F18: 8,3 ma. kr.) og var vaxtamunur 2,7% (3F18: 3,0%).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 3,1 ma. kr. (3F18: 2,9 ma. kr.).

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Á fyrstu níu mánuðum ársins var góður vöxtur í þóknanatekjum (11%) og vaxtatekjum (6,5%) frá sama tímabili í fyrra auk þess sem lánabók bankans óx um 7,4%. Neikvæðar virðisbreytingar, sem meðal annars má rekja til þess að nokkuð hefur hægt á efnahagslífinu, hafa þó vissulega dregið úr afkomunni og er arðsemi eigin fjár tímabilsins undir markmiðum bankans.  Ánægjulegt er þó að kostnaðarhlutfall bankans hefur farið lækkandi á tímabilinu samanborið við sama tíma í fyrra. Sé eingöngu horft til móðurfélags bankans er hlutfallið nú rétt við 55% langtímamarkmið bankans en áfram verður unnið að því að auka hagkvæmni í rekstri.  Lausafjárstaða bankans er sem fyrr sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutfall er við langtímamarkmið bankans.

Ánægjulegt er að nefna að á dögunum veittum við 30,5 milljónum króna í styrki til 9 verkefna úr Frumkvöðlasjóði bankans. Við val af styrkþegum var horft til verkefna sem stuðla að framgangi þeirra fjögurra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur ákveðið að starfa eftir í stefnu sinni.  Við höfum einsett okkur að vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu og munum áfram leggja okkur öll fram við að vera leiðandi í þeim efnum.

Helstu atriði úr rekstri fyrstu 9 mánaða ársins (9M19)

  • Ný sjálfvirk húsnæðislánalausn Íslandsbanka var kynnt í ágúst. Nú er hægt er að sækja um greiðslumat á vef Íslandsbanka og fá svar um greiðslugetu um leið.
  • Í júní gaf bankinn út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500 m. sænskra króna til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár (10NC5). Þetta var þriðja víkjandi skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka. Með þessari útgáfu náði bankinn markmiði sínu um útgáfu á Tier 2 skuldabréfum og var þetta mikilvægur áfangi í uppbyggingu á langtíma eiginfjár samsetningu bankans.
  • Íslandsbanki birti skýrslur um íslenska ferðaþjónustu í maí og íslenskan íbúðamarkað í október.
  • Íslandsbanki birti nýja þjóðhagsspá  „Hvert fór kreppan?” í september í tengslum við árlegt Fjármálaþing bankans á Hilton Nordica.
  • Riaan Dreyer var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka.
  • Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti lánshæfismat Íslandsbanka BBB+/A2 í júlí en breytti jafnframt horfum úr stöðugum í neikvæðar.
  • Í ágúst funduðu Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð í Reykjavík með forsætisráðherrum Norðurlanda þar sem rætt var um sameiginlegar áskoranir ríkjanna um sjálfbærni. Íslandsbanki er stoltur aðili að samtökunum.
  • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið 24. ágúst. 15 þúsund hlauparar söfnuðu 167 m.kr. til góðra málefna í þessum stærsta góðgerðaviðburði Íslands. 
  • Í október lækkaði FME lágmarkskröfu um eigið fé Íslandsbanka úr 19,3% í 18,8%. Lækkunin er rakin til lægri áhættu í rekstri bankans.

 Símafundur með fjárfestum á ensku kl. 9.00 fimmtudaginn 31. október

Símafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn 31. október kl. 9.00. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Fundurinn verður á ensku.

Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.

Frekari upplýsingar um uppgjörið er hægt að nálgast hér.

Nánari upplýsingar


Fjárfestatengsl


Senda póst
4404000