Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

63% hækkun á endurgreiðslum Fríðu

Um þessar mundir eru fjölmörg spennandi tilboð í Fríðu og er þvíauðvelt að gera góð kaup í aðdraganda jóla og spara.


Um þriðjungi fleiri tilboð hafa verið nýtt í Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka, í ár en á sama tímabili í fyrra. Sambærileg aukning hefur verið í notendafjölda en endurgreiðslur hafa þó aukist mun meira.

Tilboð Fríðu, sem birtast í Íslandsbankaappinu, nýtast viðskiptavinum Íslandsbanka í formi endurgreiðslu sem lögð er inn á reikning. Greitt er hjá viðkomandi fyrirtæki með greiðslukorti Íslandsbanka og 18. dag næsta mánaðar berst millifærsla á reikning viðskiptavinarins. Það þarf því ekki að óska eftir afslættinum þegar kaup eiga sér stað.

Fjárhæðir endurgreiðslna hafa hækkað umtalsvert og hraðar en sem nemur notkun tilboðanna á milli ára. Þannig nemur heildarfjárhæð þeirra 63% hærri fjárhæð en í fyrra.

Um þessar mundir eru fjölmörg spennandi tilboð í Fríðu, s.s. hjá Subway, Tei og Kaffi, Bako Isbergi og Austur-Indíafjelaginu. Það er því auðvelt að gera góð kaup í aðdraganda jóla og spara með Fríðu.

Nánar um Fríðu


Fríða á vef Íslandsbanka

Smelltu hér til að fræðast frekar um Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka.

    Nánar