Stjórnskipulag
Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lög og reglur.
Stjórnun og yfirráð yfir Íslandsbanka skiptast á milli hluthafa, stjórnar og bankastjóra í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lög og reglur.
Í stjórn bankans sitja sjö einstaklingar, auk tveggja varamanna, sem kosnir eru á hverjum aðalfundi til eins árs í senn.
Stjórn bankans fer með æðsta vald í málefnum bankans á milli hluthafafunda nema þegar lög eða samþykktir bankans kveða á um annað.
Bankastjóri er ábyrgur fyrir daglegum rekstri bankans í samræmi við stefnu og ákvarðanir stjórnar. Það er enn fremur í höndum bankastjóra að tryggja að starfsemi bankans sé ávallt í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lagaramma.