Ekkert frítekjumark er í gildi vegna fjármagnstekna hvað varðar svokallaðan ellilífeyri TR. Sérstakt frítekjumark er þó vegna fjármagnstekna hjá þeim sem fá örorkugreiðslur frá stofnunni eða taka þá í greiðslum vegna dvalar á hjúkrunarheimilum. Nemur frítekjumarkið 98.640 kr. á mann á ári.
Ellilífeyrir TR skerðist um 45% vegna allra tekna, en 25.000 kr. mánaðarlegt frítekjumark er á heildartekjum og 200.000 að auki vegna atvinnutekna (eða 2.400.000 kr. á ári, eftir því sem hentar betur). Heimilisuppbót, sem greidd er þeim sem búa einir, skerðist um 11,9% vegna allra tekna, m.a. fjármagnstekna.
Gott er þó að hafa í huga að þar sem Tryggingastofnun skerðir ekki um krónu á móti krónu eru ellilífeyrisgreiðslur stofnunarinnar ekki skertar vegna allra vaxta eða ávöxtunar heldur einungis að hluta. Misskilningur varðandi þessi mál hefur oft valdið því að fólk telji hagkvæmara að fela fjármuni fyrir stofuninni eða ávaxta þá ekki.