Ertu að verða 18 ára?

Við 18 ára aldur verðum við fjárráða og sjálfráða og tökum þá algjöra ábyrgð á okkar fjármálum.

Hvað þýðir að vera fjárráða

Fjárráða þýðir að þú ræður hvert peningarnir þínir fara

Við 18 ára aldur verðum við fjárráða og sjálfráða og tökum þá algjöra ábyrgð á okkar fjármálum og viðskiptasögu og öðlumst sömu réttindi og skyldur og fullorðið fólk.

Á þessum tímamótum er því mikilvægt að kynna sér vel hvaða kostir eru í boði er varða þín fjármál. Sem dæmi hvaða kort og sparnaður hentar þér. Einnig er mikilvægt að kynna sér kostnað við færslu- og þjónustugjöld sem 18 ára og eldri þurfa að greiða fyrir.

Sparnaður


Það er mikilvægt að huga að framtíðinni og setja sér sparnaðarmarkmið. Við mælum með að skrá sig í reglulegan sparnað en reglulegur og sjálfvirkur sparnaður er markvissasta og árangursríkasta sparnaðarleið sem völ er á.

Reglulegur sparnaður

Reglulegur og sjálfvirkur sparnaður er markvissasta og árangursríkasta sparnaðarleið sem völ er á. Veldu sparnaðarleið sem hentar þér og fylgstu með upphæðinni vaxa og dafna.

    Skoða reglulegan sparnað

    Sparnaðarreikningar

    Við bjóðum upp á fjölbreyttar sparnaðarleiðir sem henta hverjum og einum. Hér fyrir neðan getur valið þá sparnaðarleið sem hentar þér.

      Skoða sparnaðarreikninga

      Góð ráð

        Ertu orðin 18 ára?

        Framtíðarreikningur

        Þegar þú ert orðin 18 ára er Framtíðarreikningurinn laus til útborgunar í einn mánuði og lokast síðan aftur. Eftir það þarf að panta úttekt með 90 daga fyrirvara. Þegar að því kemur að þú viljir taka sparnaðinn út þarft þú að hafa samband við okkur, til dæmis með því að senda tölvupóst eða kíkja til okkar. Það er ekki hægt að taka út hluta af sparnaðinum heldur er reikningurinn eyðilagður við úttekt. Peninginn er hægt að leggja inn á hvaða reikning sem er á þínu nafni og framkvæmist millifærslan sjálfkrafa þremur mánuðum eftir að þú hefur samband.

        Sparnaður

        Varasjóður

        Vertu dugleg/ur að spara því tekjurnar þurfa að duga fyrir þeim tíma sem þú ert ekki að vinna og líka ef eitthvað kemur upp á. Reyndu að safna upp smá varasjóð, að eiga nokkra tíuþúsundkalla eða kannski 100þ kall ætti að minnka líkurnar á að þú þurfir að taka lán og lenda í fjárhagsvandræðum ef eitthvað kemur upp á.

        Reglulegur sparnaður

        Stilltu sjálfvirkan sparnað og láttu millifæra hluta af laununum þínum í sparnað í hverjum mánuði. Þú munt varla taka eftir því en munt þakka þér seinna meir þegar þú átt til smá varasjóð.

        2% launahækkun

        Séreignarsparnaður

        Stofnaðu séreignarsparnað í hvelli. Annars ertu á lægri launum en þú átt rétt á og getur ekki notað séreignarsparnaðinn seinna meir til að hjálpa til við að kaupa íbúð. Þú getur stofnað séreignarsparnað þó þú sért ekki í fullri vinnu, t.d. í vinnu með skóla.

        Kostnaður

        Lán

        Mikilvægt er að átta sig á því að það kostar að taka lán. Það er því gott að skoða og bera saman til dæmis vexti, lántökugjöld og fleira.

        Vanskil

        Vanskil geta verið fljót að vinda upp á sig og góð viðskiptasaga getur skipt máli eins og til dæmis þegar það kemur að íbúðakaupum. Það er góð regla að taka ekki lán nema þú þurfir nauðsynlega á því að halda og vertu þá viss um að þú getir greitt afborganir á réttum tíma.

      Séreignarsparnaður


      Þú leggur 2–4% af mánaðarlaunum þínum í séreignarsparnað. Á móti leggur vinnuveitandi þinn til 2% mótframlag. Það jafngildir 2% launahækkun.

      Bókaðu tíma í ráðgjöf


      Á þessum tímamótum getur borgað sig að spjalla við sérfræðinga okkar um fjármálin þín og hvernig þú getur náð þínum sparnaðarmarkmiðum.